fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sameinuðu þjóðirnar – Íbúafjöldi heimsins verður kominn í 9,7 milljarða fyrir 2050

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðarbúum mun fjölga um tvo milljarða á næstu 30 árum. Árið 2100 verðum við orðin 11 milljarðar samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Íbúafjöldinn verður kominn í tæpa 10 milljarða fyrir árið 2050. Þetta kemur fram í nýrri skýrlsu frá Efnahags- og félagsmálanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Verði mannfjöldinn kominn í 9,7 milljarða árið 2050, eins og spá Sameinuðu þjóðanna segir til um, mun það vera aukning um tvo milljarða á næstu 30 árum, fréttastofan AP skýrir frá þessu.

Í skýrslunni kemur einnig fram að fólksfjöldinn á jörðinni verði kominn í u.þ.b. 11 milljarða fyrir lok aldarinnar.

Einn skýrsluhöfunda, John Wilmoth, segir þó að það verði að taka þessum 11 milljörðum með fyrirvara, þar sem enn eru mörg ár til loka aldarinnar.

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum, mun um helmingur fólksfjölgunarinnar til ársins 2050, verða í níu löndum. Þessi lönd eru Indland, Nígería, Pakistan, Kongó, Eþíópía, Tansanía, Indónesía, Egyptaland og Bandaríkin. Af þessum níu löndum mun aukningin verða mest á Indlandi og minnst í Bandaríkjunum. Mannfjöldinn mun tvöfaldast í þeim ríkjum Afríku sem liggja fyrir sunnan Sahara.

Vararitari Efnahags- og félagsmálanefndarinnar, Lu Zhenmin, segir í fréttatilkynningu, að þetta geti valdið vandræðum.

Margir þeirra þjóðfélagshópa þar sem aukningin er sem mest eru frá fátækum löndum. Þetta gerir það erfiðara að berjast gegn fátækt, auka jafnrétti kynjanna og bæta heilbrigðiskefið, segir hann.

Í skýrslunni kemur einnig fram að auk fólksfjölgunarinnar sé mannkynið að eldast, og fæðingartölur á heimsvísu fari lækkandi. Árið 1990 fæddi hver kona 3,2 börn að meðaltali, en árið 2019 mun hver kona fæða 2,5 börn að meðaltali. Talan mun lækka í 2,2 börn að meðaltali árið 2050. Hæstu fæðingartölurnar eru í Afríkuríkjum sunnan Sahara, þar fæðir hver kona 4,6 börn að meðaltali.

Fólkinu mun þó ekki fjölga í öllum ríkjum heimsins. Íbúafjöldinn mun lækka um 1%, í meira en 55 löndum á næstu 30 árum. Sem dæmi má nefna að íbúafjöldinn í Kína mun lækka um 31,4 milljónir fyrir árið 2050.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar