fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Skelfileg meiðsli eftir að rafretta sprakk í munni 17 ára pilts

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 10:25

Þessi veipar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautján ára piltur slasaðist nokkuð illa þegar rafretta sprakk í munni hans. Móðir hans hafði keypt rafrettuna fyrir hann til að aðstoða hann við að hætta að reykja.

Myndir af meiðslunum má sjá hér að neðan en athygli er vakin á því að þær kunna að vekja óhug hjá fólki.

Fjallað er um málið í læknaritinu New England Journal of Medicine sem birtir myndir af munni piltsins, Austin Adams, eftir að rafrettan sprakk.

Í umfjöllun ritsins, sem fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um, kemur fram að Austin sé búsettur í Nevada í Bandaríkjunum. Rafrettan var frá framleiðanda sem heitir VGOD.

Kjálki piltsins brotnaði nokkuð illa og þá missti hann einnig nokkrar tennur.

Austin og móðir hans eru búsett nokkuð fjarri næsta sjúkrahúsi, en í umfjöllun New England Journal of Medicine kemur fram að fimm klukkustunda akstur hafi verið frá heimili þeirra að næsta sjúkrahúsi sem gat gert að meiðslunum.

„Hann man ekki til þess að hafa gert nokkuð rangt við meðferð rafrettunnar, hún virðist bara hafa sprungið,“ segir Katie Russell, læknir sem gerði að meiðslunum.

Bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, varaði við vissum tegundum rafretta árið 2017. Kom fram að viss lögun þeirra gæti aukið hættuna á að þær springi.

Í rannsókn sem gerð var á síðasta ári kom fram að 2.035 einstaklingar hafi leitað læknisaðstoðar á árunum 2015 til 2017 vegna rafretta sem sprungu. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að rafhlöðurnar í rettunum eigi það til að ofhitna, til dæmis þegar þær komast í nálgæð við málmhluti, lykla sem dæmi.

Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla kemur fram að Austin hafi nú náð fullum bata, en kjálkinn var víraður saman í sex vikur. Hann hefur nú hætt notkun rafretta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða