fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Bílasalinn sá að mottan í skottinu passaði ekki alveg – Lögreglan átti enga von á því sem fannst

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. júní 2019 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember á síðasta ári tók bílasali hjá Ford í Bolton í Ontario í Kanada eftir því að motta í farangursrými nýrrar Ford bifreiðar passaði ekki. Þetta vakti undrun hans og hann skoðaði málið betur og sá þá að mottan passaði í raun en það gerði varadekkið, sem var undir henni, ekki.

Hann hafði samband við lögregluna sem kom á vettvang og skoðaði dekkið og sá að það var fullt af metamfetamíni. Málið vatt upp á sig og við skoðun á varadekkjum fleiri nýrra Ford bifreiða fannst metamfetamín. Þær voru til sölu hjá 13 bílasölum í Kanada.

Bifreiðarnar, sem um ræðir, eru Ford Fusion en þær eru framleiddar í verksmiðju Ford í Hermosillo í Mexíkó og fluttar til Kanada með járnbrautarlest í gegnum Bandaríkin.  Einhversstaðar á leiðinni hafa óprúttnir aðilar komist í bifreiðarnar og skipt varadekkjunum út fyrir önnur full af metamfetamíni.

Hald var lagt á 180 kíló af efninum, í varadekkjum bifreiða hjá bílasölum og í tvö skipti þegar lögreglan leitaði í járnbrautarlestum sem fluttu bifreiðarnar til Kanada. Automotive News skýrir frá þessu.

Kanadíska lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að fíkniefnin hafi aldrei komist í hendur réttra viðtakenda og að það hafi verið skipulögð glæpasamtök sem stóðu á bak við smyglið. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en þessari smyglleið hefur verið lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta