fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fundu Star Trek lógó á Mars

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. júní 2019 06:00

Lógóið umrædda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur kannski heyrt um fólk sem hefur séð Jesúmyndir á ristaða brauðinu sínu eða eitthvað því um líkt. Nú hefur enn einu sinni frést af undarlegum myndum. Háskólinn í Arizona í Bandaríkjunum birti í fréttatilkynningu myndir, sem hafa sett „nörduðu“ hluta internetsins á hliðina. Videnskab.dk skýrir frá þessu en þar má sjá fleiri myndir og upptöku af uppgötvuninni. Háskólinn hefur einnig birt vísindalegar skýringar á fyrirbærinu.

Sumir kenningasmiðir á internetinu sögðu að um væri að ræða fótspor, á meðan aðrir héldu því fram að þetta væri Star Trek lógó.

Myndina tók könnunartæki NASA, Mars Reconnaissance Orbiter, í suðausturhluta svæðis sem kallast Hellas Planitia.

Samkvæmt Háskólanum í Arizona er „fótsporið“ í rauninni flókin blanda kletta, hrauns og vinds, segir Videnskab.dk. Fyrir löngu síðan voru stórir klettar, í laginu eins og hálfmáni, á þessu svæði. Á einhverjum tímapunkti varð eldgos á svæðinu sem dreifði hrauni um hluta svæðisins, í kringum en ekki á, klettana. Síðan þá hefur vindurinn sorfið klettana niður og skilið eftir þessi hálfmána löguðu mót af hinum stóru klettum.

Þetta eru vel þekkt fyrirbæri sem vísindamenn kalla kletta-afsteypur.

Þetta var ein möguleg skýring.

Önnur skýring gæti verið að Spock og Kirk og félagar þeirra séu að reyna að segja okkur eitthvað. Eins og þegar Jesús birtist í ristaða brauðinu þínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða