fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hundar nota augun meðvitað til að stjórna mannfólkinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. júní 2019 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum tíðina hafa hundar þróað með sér „hundsaugu“ til að koma þeirri tilfinningu að hjá okkur mannfólkinu að við viljum gæta þeirra og elska þá. Þeir geta horft á okkur með augnaráði sem er mjög tilfinningaríkt og eiga margir mjög erfitt með að standast slíkt augnaráð. Þetta kalla margir „hundsaugu“.

Það er semsagt djúp meining með þessum „hundsaugum“ þegar hundarnir senda okkur þetta augnaráð. Þeir hafa þróað þetta til að geta stjórnað okkur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Portsmouth háskóla en rannsóknin var nýlega birt í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences.

Vísindamennirnir komust að því að hundar eru með vöðva við augabrúnirnar en úlfar hafa ekki slíka vöðva en þeir eru nánir ættingjar hunda. Þessir vöðvar gera hundum kleift af lyfta innsta hluta augabrúnanna. Slík augabrúnalyfting vekur þörf hjá fólki til að gæta hundsins því augu þeirra virðast stærri og líkjast augum kornabarns. Vísindamennirnir telja að þetta sé eitthvað sem hundar hafa þróað með sér því þeir hafi þörf fyrir að fólk hugsi um þá ef þeir ætla að lifa af.

Á vef Science Daily er haft eftir dr. Juliane Kaminski, sem stýrði rannsókninni, að þetta veiti hundum, sem geta hreyft augabrúnir sínar meira en aðrir hundar, ákveðið forskot og styrki „hundsauga“ einkennið í næstu kynslóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur