fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Íbúar í Kansas klóra sér í kollinum: Hvað var á flugi yfir borginni?

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Kansas City í Bandaríkjunum klóruðu sér margir í kollinum í gær þegar þeir komu auga á tvo kúlulaga hluti sem svifu um himininn. Veðurstofa Bandaríkjanna, National Weather Service, tjáði sig um málið á Twitter og sögðust menn þar á bæ ekki hafa neina skýringu á reiðum höndum.

Margir hafa tjáð sig um málið á Twitter og þar er enginn skortur á vangaveltum. Sumir skjóta á að þarna hafi verið á flugi tæki á vegum Google, en netrisinn stendur um þessar mundir fyrir verkefni sem kallast Google Loon. Markmiðið er að bæta netsamband í afskekktum byggðum. Svo voru vitanlega einhverjir sem skutu á að þarna væri komin fram sönnun fyrir tilvist geimvera.

Bandaríska veðurstofan telur ólíklegt að þarna hafi verið á flugi veðurkönnunarbelgir þar sem þeir virtust vera kyrrstæðir.

Í frétt KMBC kemur fram að líklegasta skýringin sé sú að þarna hafi verið á ferð einskonar loftbelgir á vegum bandaríska hersins. Um hafi verið að ræða tilraunaflug á mjög léttum loftbelgjum sem ferðast um loftin með vindinum.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig