fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Taldi sig hafa gert frábær kaup á uppboði – Einbýlishús fyrir 1,1 milljón – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. júní 2019 06:55

Uppboðshamar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerville Holness hélt að hann hefði aldeilis dottið í lukkupottinn þegar hann bauð 9.100 dollara, sem svara til um 1,1 milljóna íslenskra króna, í einbýlishús í Tamarac í Flórída í Bandaríkjunum. Hann taldið húsið vera 140.000 dollara virði, það svarar til um 17,6 milljóna íslenskra króna.

Það var Broward county bæjarfélagið sem stóð fyrir uppboðinu. En eitthvað misskildi Holness það því ekki var verið að bjóða húsið upp heldur smá landræmu við það, um 30 sm breiða og 30 metra langa. Landræman er aðeins 50 dollara virði. Holness hefur krafist endurgreiðslu en embættismenn segja að hana geti hann ekki fengið.

Hér sést landræman sem Holness keypti á uppboði. Mynd:Google

Landræman var boðin upp vegna vangoldinna fasteignagjalda í mars. Embættismenn segja að Holness geti ekki fengið endurgreitt þar sem lög Flórídaríkis heimili það ekki.

The Sun Sentinel hefur eftir Holness að bæjarfélagið hafi beitt blekkingum. Ekki hafi verið gefið til kynna eða sýnt að um landræmu væri að ræða en ekki húsið. Hann segist hafa byggt boð sitt á verðmæti hússins sem sést á myndinni sem hér fylgir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum