fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Tuttugu prósent hælisleitenda koma frá sama landinu

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 18:30

Venesúela Mikil ókyrrð í stjórnmálum og efnahagsmálum undanfarin ár hefur mikil áhrif á landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að einn af hverjum fimm hælisleitendum sem leitað hafa hælis undanfarna mánuði komi allir frá eina og sama landinu.

Hér er um er að ræða Suður-Ameríkuríkið Venesúela en staða efnahagsmála í þessu mikla olíuríki er vægast sagt skelfileg. Tugir þúsunda hafa freistað þess að yfirgefa landið undanfarna mánuði þar sem matur, lyf og aðrar nauðsynjar hafa verið af skornum skammti.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, en AP-fréttastofan fjallar um efni hennar. Er hér um að ræða tölur yfir nýja hælisleitendur, það er einstaklinga sem leitað hafa hælis utan heimalands síns undanfarna átján mánuði. Athygli vekur að umsóknir um hæli frá ríkisborgurum Venesúela eru fleiri en umsóknir ríkisborgara stríðshrjáðra ríkja eins og Sýrlands og Afganistans.

Í frétt AP er meðal annars rætt við Johan Álvarez, fjölskyldumann frá Venesúela, sem ákvað að yfirgefa heimaland sitt. Þetta gerði hann þar sem hann gat ómögulega brauðfætt fjölskyldu sína, þar á meðal nýfæddan son. Hann gekk því af stað ásamt eiginkonu sinni og syni og leitaði hælis í Perú.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem kom út á miðvikudag, kom fram að um fjórar milljónir Venesúelamanna séu taldar búa utan heimalandsin. Í sömu skýrslu kemur fram að búist sé við því að fjöldinn muni halda áfram að vaxa og munu tæplega tvöfaldast árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk