fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Uppnám í Bretlandi: Ráðherra sendur í leyfi fyrir að ráðast á mótmælanda – Sjáðu myndbandið

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2019 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirráðherra Utanríkisráðherra Bretlands, Mark Field, hefur verið leystur tímabundið frá störfum eftir að ráðast á umhverfismótmælanda við hátíðarkvöldverð sem hann varð viðstaddur í gær.

Mótmælendur söfnuðust saman við hátíðarkvöldverð, sem var haldinn í borgarstjórabústaðnum í London, til að vekja athygli á loftslagsneyðinni. Einum mótmælanda, Janet Barker, tókst að komast inn að sjálfum embættismönnunum þar sem þeir voru að snæðingi.

Á myndbandinu má sjá hvar utanríkisráðherra, Mark Field, stekkur á fætur, ýtir mótmælandanum upp við súlu og dregur  hana svo burt á hnakkadrambinu.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð og þykir Field hafa gengið alltof hart fram miðað við aðstæður.

Field hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segist harma atvikið.

„Í ringulreiðinni upplifðu margir gestir, skiljanlega, að þeim væri ógnað og þegar einn mótmælandi ruddist framhjá mér þá brást ég ósjálfrátt við.“

„Þarna var engin öryggisgæsla og ég virkilega taldi þarna um stund að hún væri vopnuð“

„Þess vegna greip ég  innrásarmanninni föstu taki svo það væri hægt að koma henni þaðan út eins fljótt og auðið væri.“

Talsmaður forsætisráðherra hefur staðfest að Theresa May hafi séð myndbandið og líti atvikið alvarlegum augum.

„Forsætisráðherra hefur séð upptökuna og telur málið alvarlegt. Lögreglan er að taka skýrslur vegna málsins og Mark Field hefur gefið sig fram við stjórnarráðið og íhaldsflokkinn. Hann verður leystur frá ráðherraembættinu á meðan rannsókn fer fram.“

Greenpeace samtökin í Bretlandi, sem stóðu fyrir mótmælunum, hafa gefið út að þrátt fyrir aðförina þá hafi mótmælandinn, Janet, það gott.

„Hún svaf vel í nótt og hefður það gott. Við erum að hugsa um hana. Þakka ykkur öllum fyrir ástina og áhyggjurnar. Við deilum þessari jákvæðni með henni“

Frétt The Guardian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku