fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Vann milljónir í lottói þegar hann stóð í skilnaði – Verður að deila vinningnum með eiginkonunni fyrrverandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður, sem býr í úthverfi Detroit í Michigan í Bandaríkjunum, vann rúmlega 30 milljónir dollara í lottói 2013. Hann stóð þá í skilnaði við eiginkonu sína en þau höfðu þá verið skilin að borði og sæng í tvö ár og var ekki endanlega gengið frá skilnaðinum fyrr en á síðasta ári. Nú hefur áfrýjunardómstóll í Michigan úrskurðað að eiginkona fyrrverandi fái helming vinningsins.

Áður hafði gerðardómari, í skilnaðarmálinu, úrskurðað að eiginkonan, Mary Beth Zelasko, myndi fá helming vinningsins þrátt fyrir að hún og Rich Zelasko hafi verið skilin að borði og sæng í tvö ár þegar hann keypti lottómiðann 2013.

Lögmaður Rich sagði fyrir dómi að Rich hafi verið heppinn og það hafi verið hans heppni en ekki heppni Mary sem færði honum lottóvinninginn. Gerðardómarinn sagði hins vegar að lottómiðinn væri sameiginleg eign þeirra hjóna og það staðfesti áfrýjunardómstóllinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“