fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir að skipuleggja mótmæli

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víetnamskur dómstóll hefur dæmt bandarískan ríkisborgara í 12 ára fangelsi fyrir tilraun til þess að steypa ríkisstjórn landsins af stóli.

Ríkisrekna dagblaðið Tuoi Tre greindi frá því að Michael Nguyen væri einnig sakfelldur fyrir að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum. Mótmælin sem hann á að hafa skipulagt fóru samt aldrei fram.

Tveir víetnamskir menn, Huynh Duc Thanh Binh og Tran Long Phi voru dæmdir í 10 og 8 ára fangelsi á sömu forsendum og Michael. Þeir voru handteknir fyrir nánast ári síðan eftir að hafa verið að ferðast til að safna liði í fleiri mótmæli. Réttarhöldin þeirra fóru fram í gær og stóðu í hálfan dag.

Michael Nguyen er 55 ára gamall og kemur frá Kaliforníu. Fulltrúadeildarþingmaður Kaliforníu, Katie Porter, tjáði sig um málið.

„Ég er mjög vonsvikin með þessa niðurstöðu, mig verkjar í hjartað“

Helen Nguyen, kona Michael, segir að þessi dómur sé eins og högg í andlitið fyrir Bandaríkin. 

Michael og Helen eiga fjögur börn saman en Helen sagði að yngstu börnin hefðu grátið og öskrað orðin „Af hverju, af hverju, af hverju?“ þegar þau heyrðu fréttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?