fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Tveggja ára skaut sig til bana með byssu ömmu sinnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveggja ára drengur lést á fimmtudaginn eftir að hann náði í skammbyssu ömmu sinnar og skaut sig. Skammbyssan var geymd í handtösku ömmunnar. Þetta gerðist í Greenville í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Greenville News skýrir frá þessu. Fram kemur að drengurinn hafi skotið sig í höfuðið. Hann var í gæslu hjá afa sínum og ömmu og frænku á meðan foreldrar hans voru í vinnu. Svo virðist sem drengurinn hafi komist í handtösku ömmu sinnar en taskan lá á rúmi. Hann hafi síðan náð að taka byssuna upp úr henni og skjóta einu skoti.

Greenville News hefur eftir afa drengsins að enginn skilji hvernig þetta gat gerst.

„Við erum líklegast meðal þeirra fjölskyldna sem sýna mesta aðgát hvað varðar skotvopn.“

Sagði afinn og bætti við að fjölskyldan hafi ákveðið að bera skammbyssur vegna mikillar glæpatíðni í hverfinu.

„Skammbyssan var í töskunni hennar, hún var lokuð. Maður hefði aldrei trúað að hann væri nægilega snjall til að gera þetta en það var hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“