fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Árvökull pizzusendill – „Ég vissi bara að eitthvað var“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 07:00

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Mark Buede var að sendast með pizzur fyrir Papa John í Lexington í Kentucky í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári var hann sendur með pizzu á mótel. Þegar hann knúði dyra kom maður til dyra til að taka við pizzunni. En Buede var athugull og brást hárrétt við því sem hann sá inn um dyrnar.

„Lítil, nakin stúlka lá á rúminu fyrir aftan hann.“

Hefur Kentucky.com eftir honum. Faith Buede, dóttir Mark, var með honum í bílnum þegar hann fór með pizzuna á mótelið en hún var á leið heim úr vinnu hjá Papa John. Það var einmitt hún sem hafði tekið við pöntuninni.

„Ég fór inn í bílinn og sagði: „Þetta var eitthvað skrýtið.““

Sagði Mark.

Feðginin ákváðu að hringja í neyðarlínuna vegna þessa.

„Ég vissi ekki hvað var í gangi en ég vissi bara að eitthvað var að.“

Þrír lögreglumenn voru sendir á vettvang. Þegar þeir knúðu dyra heyrðu þeir stúlku öskra. Þeir fóru inn í herbergið og fundu þar tvær ungar stúlku sem földu sig bak við rúm. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að þetta voru dætur mannsins og hafði hann beitt þær margvíslegu ofbeldi.

Mark Buede var nýlega sæmdur heiðursorðu fyrir árvekni sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu