fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Brá þegar hún opnaði þvottavélina 35 mínútum síðar

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er eins árs og sannkallaður kraftaverkaköttur. Högninn Felix má teljast stálheppinn að vera enn á lífi eftir að hafa stokkið inn í þvottavélina á heimili sínu í Minnesota í Bandaríkjunum á dögunum, örfáum andartökum áður en eigandi hans, Stefani Carroll-Kirchoff, setti vélina af stað.

Þótt ótrúlegt megi virðast var Felix enn á lífi þegar Stefani opnaði vélina að loknum þvotti. Stefani var verulega brugðið þegar hún sá glitta í loppu undir blautum þvottinum. Stuttu síðar heyrði hún veiklulegt mjálm.

Það var kannski eins gott að hún setti vélina á kerfi sem tekur bara 35 mínútur því annars hefði farið verr.

Stefani dreif sig með Felix til dýralæknis og var ástand hans alvarlegt þegar þangað var komið. Hann var með heilahristing, þjáðist af ofkælingu og var marinn víða á líkamanum. Þá leikur grunur á að hann hafi náð sér í lungnabólgu eftir volkið.

Nú hefur söfnun verið hrundið af stað til að létta undir með Stefani og fjölskyldu hennar, enda ekki beint ódýrt fyrir Felix að vera á dýraspítala undir ströngu eftirliti dýralækna. Nú þegar hafa safnast 15 þúsund Bandaríkjadalir, um tvær milljónir króna.

Stefani segir við USA Today að hún hafi verið að setja dökkan þvott í þvottavélina þennan örlagaríka dag. „Felix er svartur og lýsingin í þvottahúsinu var ekki mikil,“ segir hún og bætir við að Felix hafi séð sér leik á borði og stokkið inn í vélina, líklega með það að marki að láta fara vel um sig.

Svo virðist vera sem Felix sé á ágætum batavegi og eru dýralæknar bjartsýnir á að hann nái sér á strik. Hann er að minnsta kosti farinn að borða sem eru góðar fréttir. „Þetta mun ásækja mig það sem eftir er. En við erum mjög heppin, hann er algjör kraftaverkaköttur,“ segir Stefani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig