fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Sviptir hulunni af fyrirkomulagi hjónabands Trumphjónanna í nýrri bók

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 07:50

Trump-hjónin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sofa ekki saman. Þau lifa sitt hvoru lífinu og eru aðeins hjón því þau gerðu samning um að svo væri. Í raun er ekkert á milli þeirra lengur. Eða eins og orða mætti það með uppáhaldsorði Donald Trump: Hjónaband hans með Melania er FAKE.

Þetta kemur fram í nýrri bók eftir bandaríska blaðamanninn Michael Wolff. Hann gaf á síðasta ári út bókina „Fire and Fury. Inside the Trump White House“ sem vakti mikla athygli. Í henni var stjórn Trump lýst innanfrá en Wolff hafði orðið sér úti um mikið af upplýsingum um gang mála í Hvíta húsinu á fyrstu mánuðum Trump á forsetastóli.

Nú lætur Wolff aftur að sér kveða með nýja bók um Trump en hún heitir „Siege: Trump Under Fire“. Bókin er byggð á upplýsingum frá mörgum af þeim sömu heimildamönnum og Wolff byggði fyrri bók sína á.

„Ég er frá New York. Trump er frá New York. Þegar allt kemur til alls þá þekkjum við mikið af sama fólkinu.“

Sagði Wolff í samtali við New York Times og bætti við að hann hefði rætt við 150 manns í tengslum við skrif bókarinnar.

Í samtali við The Australian sagði Wolff að í nýju bókinni beini hann sjónum sínum sérstaklega að þeirri tilfinningalegu ringulreið sem ríkir í kringum Trump og hann á sjálfur mesta sök á. Í bókinni heldur Wolff því meðal annars fram að hjónaband forsetans og Melania beri öll einkenni hjónbands sem er byggt á samningi þeirra á milli og sé eiginlega bara haldið gangandi til að ljósmyndarar geti myndað þau saman.

Trump hefur ekki enn tjáð sig um nýju bókina en hann var allt annað en hrifinn af fyrri bók Wolff.

Í nýju bókinni segir að forsetahjónin sofi í sitt hvoru svefnherberginu en það hefur ekki gerst í Hvíta húsinu síðan John og Jackie Kennedy bjuggu þar.

Melania er sögð hafa orðið brjáluð þegar hljóðupptaka með Trump kom fram á sjónarsviðið í kosningabaráttunni en á henni heyrst hann segja um konur að það eigi bara að „grab them by the pussy“ (grípa í píkuna þeirra).

En það er að sögn Wolff ekki nóg með að Melania vilji lítið af eiginmanni sínum vita því það sama á við um 13 ára son þeirra hjóna, Barron. Hann er sagður fjarlægjast föður sinn sífellt meir og að Trump hunsi hans eins og hann getur og reyni að komast hjá því að lenda í aðstæðum þar sem hann gæti rekist á þetta yngsta barn sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“