fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn agndofa – Þetta átti ekki að gerast fyrr en eftir 70 ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. júní 2019 06:00

Sífreri í Síberíu bráðnar í svona hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2003 til 2016 rannsökuðu vísindamenn sífrera á þremur stöðum í Kanada. Niðurstöður rannsókna þeirra voru að hann myndi ekki byrja að bráðna fyrr en eftir 70 ár. En nú er hann byrjaður að bráðna og það hratt. Sífreri er þegar jörð er stöðugt frosin en til að falla í þennan flokk verður hún að vera frosin í tvö ár samfellt.

Live Science skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi nýverið birt niðurstöður rannsóknar sinnar í vísindaritinu Geophysical Research Letters.

„Það kom okkur á óvart að sjá að svæðin urðu svo fljótt fyrir áhrifum af hærri lofthita.“

Sagði Louise Farquharson, sem vann að rannsókninni, í samtali við Live Science.

Rannsóknin beindist að sífrera á þremur kanadískum eyjum. Nýlegar myndir af þeim sýna að jarðvegurinn er nú þakinn holum sem myndast þegar sífrerinn bráðnar og lítil vötn myndast, ekki aðeins á yfirborðinu heldur einnig djúpt niður í jarðveginn.

Þetta er athyglisvert ef litið er til þess sem loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna segir um hækkandi hita á jörðinni en samkvæmt þeirri spá ætti sífrerinn ekki að byrja að bráðna svona fyrr en 2090.

Vísindamennirnir telja meðal þeirra þátta sem valda bráðnun sífrerans sé hærri lofthiti á sumrin, minni gróður sem veitir jarðveginum einangrun og minna af ís sem er frosinn við land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump