fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Bresk stjórnvöld vara við siglingum vegna hótana frá Íran

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 14:36

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld vöruðu í dag við siglingum um Hormuz-sund eftir að Íranar reyndu í gær að hindra för bresks olíuskips sem fór þar um. Að sögn breska varnarmálaráðuneytisins reyndu þrír íranskir bátar að stöðva olíuskipið, en hörfuðu þegar breska herskipið HMS Montrose skarst í leikinn.

Í tilkynningu bresku stjórnarinnar eru írönsk stjórnvöld hvött til að draga úr spennunni sem er á svæðinu, en fúkyrði hafa gengið á milli stjórnvalda í Teheran og Bandaríkjamanna undanfarna daga, þar sem þetta er ekki fyrsta tilvikið þar sem Íranar reyna að stöðva skip sem sigla undir vestrænum fána. Með þessu háttalagi hafi Íranar brotið gegn alþjóðalögum og atvik sem þessi séu litin mjög alvarlegum augum.

Íranar hafa vísað ásökunum Breta á bug og segja ekkert hæft í þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða