fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Google Street Views vildi ekki koma til Færeyja – Svona leystu heimamenn málið með aðstoð sauðkinda

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 08:00

Svona líta myndavélakindur í Færeyjum út. Mynd:VisitFaroeIslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Færeyingar komust að því að Google ætlaði ekki að senda myndavélabíla sína til eyjanna til að taka myndir til birtinga á Street View voru þeir allt annað en sáttir. En þeir fundu sína eigin lausn á þessu og fengu sauðkindur í lið með sér.

Það eru margir sem vita ekki að Færeyjar eru til og ef eyjarnar eru gúglaðar birtast mörg landakort þar sem þær eru ekki einu sinni. Hjá Visit Faroe Islands vildi fólk gera eitthvað við þessu sagði Susanna Sørensen í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Í Færeyjum eru næstum tvöfalt fleiri kindur en fólk og þetta ákváðu heimamenn að nýta sér. Þeir festu einfaldlega myndavélar á kindur og létu þær ráfa um eins og þær gera alla jafna. Myndavélarnar voru knúnar af sólarrafhlöðum og því þurfti ekkert að huga að þeim eftir að búið var að festa þær á kindurnar.

Það kom aðstandendum verkefnisins helst á óvart að kindurnar hreyfa sig eiginlega ekki svo mikið. Þær eru mikið kyrrar á sama stað til að éta gras. Annar vandi var að það þurfti að fá þær aftur til manna til að fá upptökurnar úr vélunum.

Til að leysa hreyfivandann voru fjárhundar látnir stökkva kindunum á hlaup til að upptöku fengust af einhverju öðru en sama grasblettinum. Hundarnir sóttu síðan kindurnar og komu með heim til að hægt væri að fá myndirnar og setja þær inn á kortin hjá Google.

Þetta dugði til að vekja athygli Google og dag einn hringdi starfsmaður þaðan í Susanna og tilkynnti að fyrirtækið hefði heyrt af þessari baráttu Færeyinga og hefði ákveðið að bregðast við og senda myndavélabíl til eyjanna.

Framtak hinna snöllu ættingja okkar í Færeyjum skilaði því tilætluðum árangri og Google brást við eins og vonast hafði verið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?