fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Móðir lögsækir sjúkrahús: Vildi ekki eignast barn með Downs-heilkenni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 21:15

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og þriggja ára gömul kona frá Reading á Englandi sagði frá því í réttarsal að hún hefði valið að rjúfa þungunina hefði hún vitað að sonur hennar væru með Downs heilkenni.

Edyta Mordel hefur hafið málsókn gegn ensku heilbriðgisþjónustunni, The National Health Servie. Hún krefst bóta uppá 200.000 pund, sem samsavarar tæplega 32 milljónum króna, vegna þess að henni hafði ekki verið sagt frá því að barnið sem hún gekk með árið 2014 væri með Downs heilkenni. DailyMail skýrir frá þessu.

Edyta Mordel heldur því fram að hún hafi óskað eftir því að framkvæmdar væru hinar ýmsu rannsóknir á ófæddu barni hennar, en enginn hefði sagt henni frá því að barnið myndi fæðast með Downs heilkenni.

Hún elskar son sinn, Alexander, sem er fjögurra ára gamall, en hefur sagt við réttarhöldin að hún hefði bundið enda á meðgönguna hefði hún vitað að barnið hefði Downs heilkenni. Málið hefur verið flokkað sem „óréttmæt fæðing“, vegna þess að konan hefðu bundið enda á meðgönguna hefðu hún verið upplýst um staðreyndir málsins.

Fleiri málssóknir á samviskunni

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem National Health Service er lögsótt fyrir að veita foreldrum ekki réttar upplýsingar um væntanleg börn.

Tölur frá árinu 2017 sýna að heilbrigðisþjónustan hafi þurft að greiða um 70 milljónir punda á fimm árum í málum sem vörðuðu „óréttmæta fæðingu“. Í öllum tilvikum er um að ræða mál þar sem foreldrum hefur ekki verið sagt frá því að börn þeirra myndu fæðast með fötlun.

Edyta Mordel frá Reading krefst bóta vegna þess auka kostnaðar sem felst í því að eiga barn með fötlum, og hvaða áhrif það að eiga barn með fötlun hafi á atvinnumöguleika hennar.

Samkvæmt framburði móðurinnar bað hún ljósmóðurina um að athugað yrði um möguleika á Downs heilkenni, um leið og hún komst að því að hún gegni með barn. Þegar hún fór í 12 vikna sónar var hún þess fullviss um að þetta hefði verið athugað.

Michael de Navarro, lögfræðingur National Health Service, heldur því fram að henni hefði verið boðnar hinar ýmsu rannsóknir en að hún hefði afþakkað.

Hefði aldrei afþakkað sónar

Þessu er móðirin ekki sammála. „Ég vissi frá upphafi að ég vildi láta skanna fyrir Downs heilkenni“ sagði hún við réttarhöldin. Lögfræðingur hennar, Clodagh Bradley, útskýrði fyrir hönd skjólstæðings síns, að parið hefði bundið enda á meðgönguna hefðu þau vitað hvert ástand barnsins var. En parið vissi ekkert og þegar Alexander fæddist var móðirin svekkt og reið yfir því að enginn hafði sagt henni frá því að eitthvað amaði að syni hennar.

Lögfræðingur National Health Service er þó ekki sammála þessari túlkun. Samkvæmt því sem hann segir afþakkaði hún að prófið yrði gert vegna þess að því fylgdi hætta á fósturmissi. „Við höfum undir höndum minnispunkta sem segja að hún hafi afþakkað prófið. Auk þess hlýtur hún að hafa vitað að hún hafi aldrei fengið niðurstöður úr prófi sem hún segir að tekið hafi verið“, sagði hann í réttarsal.

Málinu er enn ekki lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum