fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sjö frekar óhugnanlegar staðreyndir sem þú vildir óska að væru ekki sannar en eru það

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 07:00

Point Nemo. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er frekar óhugnanleg staðreynd? Maður gæti haldið að þetta væri frekar sakleysisleg spurning en hún gæti svipt hulunni af óþægilegum staðreyndum, sumum óþægilegri en öðrum. Á Reddit er langur þráður(með yfir 37.000 svör) þar sem hulunni hefur verið svipt af mörgum svona staðreyndum.

Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir.

Númer 1: Sá staður á jörðinni sem er lengst frá allri menningu er punktur í Kyrrahafinu sem kallast Point Nemo.

Þetta er rétt – þó að í rauninni sé þetta sá punktur sem er lengst frá landi, frekar en menningu.

Númer 2: Fullorðins tennurnar eru beint fyrir neðan augun í smábörnum

Já, þetta er rétt.

Númer 3: Það eru yfir 200 lík á Mount Everest og þau eru nýtt sem leiðarvísar fyrir göngufólk.

Eins ógnvekjandi og þetta er, þá er þetta rétt. Það er fullt af alls konar dóti á Mount Everest sem ætti ekki að vera þar, þetta er hættulegt vandamál sem fer bara versnandi.

Númer 4: Svín í Frakklandi var klætt í föt, fært fyrir dómara og dæmt til dauða.

Þetta er dagsatt. Áður fyrr voru réttarhöld yfir dýrum algeng. Það voru ekki bara algeng meindýr sem réttað var yfir, heldur líka skordýr, svosem bjöllur sem ákærðar voru fyrir að eyðileggja uppskeru.

Númer 5: Hefur þú einhverntíma velt fyrir þér hvernig hvalir og höfrungar deyja? Þegar þeir verða of gamlir og veikburða til að synda upp að yfirborðinu til að anda, sökkva þeir til botns og kafna.

Þetta hljómar kannski frekar óhugnanlega, en þetta er allt hluti af hringrás lífsins. Þegar hvalirnir sökkva til botns skapast fæða fyrir margar lífverur hafsins.

Númer 6: Ef þú verður einhvern tíma elsta manneskja í heimi hefur allt mannkynið endurnýjast síðan þú fæddist, nema þú.

Þetta er meira en frekar óhugnanlegt, þetta er mjög óhugnanlegt.

Númer 7: Þú ert heili inn í hauskúpu. Það er ekki beinagrind inní þér, þú ert inni í beinagrindinni.

Já, en ert þú bara heilinn, í rauninni ert þú allur líkaminn, meira að segja hárið og neglurnar. Þetta hljómar svolítið eins og hauskúpan sé fangelsi heilans, ekki bara verndarhljálmur fyrir mikilvægasta líffærið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?