fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Samsæriskenningar gera baráttuna gegn ebólu í Kongó erfiðari

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningar gera baráttuna gegn ebólufaraldrinum, sem herjar á Kongó, erfiðari segir starfsmaður hjálparsamtakanna Læknar án landamæra. Þegar menn voru við það að ná tökum á hinum smitandi og banvænu ebólu-veiru, kom upp nýr faraldur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.

Samkvæmt, Jon Solaas, mannfræðingi sem starfar í landinu, hafa yfir 2.200 manns smitast, síðan fyrst var tilkynnt um sjúkdóminn í ágúst 2018. „Síðast þegar ég vissi voru yfir 1.500 dauðsföll skráð“, segir Jonas Solaas við norska dagblaðið VG.

Ebólavírusinn er bráðsmitandi og smitast í gegnum líkamsvökva, svo sem svita, blóð eða sæði. Vírusinn dregur allt að 90% smitaðra til dauða.

Starf hins norska Jon Solaas felst í því að ferðast um Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og útskýra fyrir almenningi í landinu hvað ebóla er.

Síðan í ágúst á síðasta ári hefur hann unnið að því að stöðva dreifingu sjúkdómsins, en þrátt fyrir það fjölgar smituðum, og það er ekki létt verka að sannfæra heimamenn um að þeir þurfi á hjálp að halda.

„Það eru gríðarlega margar sögusagnir í gangi í tengslum við ebólu. Ef fólk sér fólk í hvítum samfestingum setja upp stór tjöld, þá segir það sig sjálft að spurningar vakna“, segir hann við VG.

Samkvæmt Jon Solaas eru Læknar án landamæra búnir að gera yfirlit yfir allar samsæriskenningar og sögusagnir sem þeir hafa heyrt um ebólu. Hann segir að hjálpasamtökin hafi skrá um 140 mismunandi kenningar um vírusinn.

Samkvæmt einni kenningunni er ebóla alls ekki til, sjúkdómurinn er bara notaður sem afsökun fyrir veru erlendra samtaka í landinu. Það er ekkert nýtt að kenningar á við þessar geri hjálpasamtökum erfitt fyrir.

Í skýrslu sem birt var í The Guardian í síðasta mánuði var ebólufaraldrinum lýst sem flóknasta heilsufarsvandamálinu í sögu landsins. Í skýrslunni segir sjúkrabílstjóri, Moise Kitsakihu-Mbira, frá því að 12 úr fjölskyldu hans hafi látist úr ebólu. Sá fyrsti sem lést var barnabarn hans og þegar fjölskyldan snerti lík barnsins smitaðist hún.

„Þrátt fyrir að það væri búið að segja þeim að þetta væri ebóla vildi fjölskyldan mín ekki trúa því. Þau köstuðu steinum í þá sem komnir voru til að bólusetja þau. Þau héldu að þetta væri eitur“, sagði hann við The Guardian. Hann segir ennfremur að hann sé bólusettur en kona hans hafi neitað að láta bólusetja sig og barn þeirra.

Alvarlegasta samsærikenningin fjallar um lækninn Richard Mouzoko Kiboung frá Kamerún. Samkvæmt WHO var hann drepinn af hernum, sem hélt að hjálparstarfsfólk væri að deila fölskum upplýsingum um ebólu. Richard Mouzoko Kiboung var drepinn í árás á sjúkrahús, þar sem tveir aðrið særðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?