fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 06:00

Istanbúl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir tyrknesku milljónaborginni Istanbúl mætast tveir jarðflekar. Þeir eru í járngreipum hvors annars eins og er en líklegt má teljast að dag einn muni þeir sleppa takinu og jarðskjálfti verða og það öflugur. Þetta óttast vísindamenn og telja líklegt að mikið manntjón verði.

1766 varð jarðskjálfti upp á 7,5 í Istanbúl. Hús hrundu til grunna, hafnarmannvirki eyðilögðust og mörg þúsund manns misstu lífið. Samkvæmt umfjöllun Science Daily óttast vísindamenn nú að ekki sé langt í næsta stóra skjálfta á þessum flekaskilum.

Fram að þessu hefur verið erfitt að mæla hreyfingar flekanna því hefðbundin mælikerfi á borð við GPS ná ekki niður á það dýpi sem plöturnar eru á. En nú hefur vísindamönnum við Helmholtz Centre for Ocean Research í Kiel í Þýskalandi tekist að mæla spennuna með nýrri aðferð. 10 mælitækjum var komið fyrir á 800 metra dýpi báðu megin við flekaskilinn.

Á síðustu tveimur og hálfu ári hafa mælarnir gert rúmlega 650.000 nákvæmar mælingar til að fylgjast með hreyfingum neðanjarðar. Niðurstaðan er að flekarnir séu í járngreipum og pikkfastir. Þetta þýðir að spenna byggist upp en það getur á endanum leitt til jarðskjálfta.

Vísindamenn telja líklegt að skjálfti á þessum flekamótum verði á bilinu 7,1 til 7,4.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?