fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki

Karl Garðarsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í New York dæmdi í dag Joaquin „El Chapo“ Guzman í lífstíðarfangelsi, og þrjátíu ár að auki, fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti. Guzman, sem gengur undir nafninu „sá stutti,“  er frá Mexíkó og er einn þekktasti eiturlyfjasmyglari heims. Hann byggði upp mikið veldi í kringum starfsemina í heimalandi sínu.

Guzman var í aldarfjórðung stórtækur í eiturlyfjasmygli frá Mexíkó  til Bandaríkjanna og var hann handtekinn tvisvar. Í fyrra skiptið slapp hann á ævintýralegan hátt úr fangelsi í Mexíkó með því að grafa göng úr fangelsinu, en í það síðara var gæsla um hann aukin til muna. Yfirvöld í Mexíkó framseldu Guzman síðan til Bandaríkjanna.

Fyrr í mánuðinum freistuðu lögmenn Guzmans að fá ný réttarhöld en þeirri beiðni var hafnað.

Saksóknarar sögðu, eftir að dómur féll í dag, að sakborningurinn yrði geymdur á bak við „tonn af stáli“ í sérstöku öryggisfangelsi í Colorado. Sjálfur sagðist Guzman hafa þurft að þola andlegt ofbeldi allan sólarhringinn síðustu vikur og að málsmeðferð hafi ekki verið sanngjörn.

Ekki er vitað hvort hann muni áfrýja niðurstöðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu