fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Kossamyndin sem hneykslar heimsbyggðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 22:30

Myndin sem reitir marga til reiði. Mynd: Facebook/Legelela Safaris

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á myndinni sem hér fylgir sjást hjónin Darren og Carolyn Carter kyssast yfir skrokki glæsilegs ljóns sem þau höfðu nýlega drepið. Myndin var birt á Facebooksíðu Legelela Safaris sem sérhæfir sig í að bjóða breskum ferðamönnum upp á veiðiferðir til Suður-Afríku.

Texti myndarinnar var: „Erfiðisvinna í heitri sólinni í Kalahari . . . vel gert. Risastórt ljón.“

Mirror segir að hjónin, sem reka uppstoppunarfyrirtæki, segist vera „ástríðufullir verndarsinnar“.

Þetta hefur farið illa í fólk sem og textinn við myndirnar á Facebooksíðu Legelela Safaris. Við aðra mynd stóð: „Það jafnast ekkert á við að veiða konung skógarins í söndum Kalahari.“

The Sun hefur eftir sérfræðingum að ljónin séu alin upp í prísund eingöngu til að vera síðan drepin af blóðþyrstum ferðamönnum.

Legelela Safaris býður upp á gíraffaveiðar fyrir 2.400 pund, sebrahestaveiðar fyrir 2.000 pund en gefur ekki upp verð fyrir veiðar á hlébörðum, nashyrningum, ljónum og fílum en hvetur fólk til að hafa samband til að fá upplýsingar um verð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“