fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg ástarsaga – Voru gift í 71 ár og létust sama dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 22:00

Herbert og Marilyn. Mynd:Skjáskot af umfjöllun CNN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1947 kynntust Marilyn Frances DeLaigle og Herbert De Laigle og var það ást við fyrstu sýn. Hún var 16 ára en hann 22 ára. Þau gengu í hjónaband ári síðar og lifðu saman í sátt og samlyndi alla tíð eftir það eða þar til síðasta föstudag þegar þau létust bæði. Það er því óhætt að segja að ástin hafi varað alla ævi hjá þeim.

Eins og fyrr sagði gengu þau í hjónaband 1948. Það varði þar til klukkan 02.20 aðfaranótt síðasta föstudags en þá lést Herbert. Nákvæmlega 12 klukkustundum síðar lést Marilyn. Þau bjuggu í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. CNN skýrir frá þessu.

Saman upplifðu þau marga af stærstu viðburðum mannkynsögunnar á síðustu öld. Má þar nefna innreið sjónvarpsins, byggingu Berlínarmúrsins og fall hans. Ekki má gleyma tungllendingunni 1969 eða morðinu á John F. Kennedy.

Herbert og Marilyn. Mynd:Skjáskot af umfjöllun CNN.

Hjónin náðu að halda upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt sem er nefnt platínubrúðkaup eða járnbrúðkaup. Þau eignuðust sex börn, 16 barnabörn, 25 barnabarnabörn og þrjú barnabarnabarnabörn.

Hjónin voru jarðsett á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?