fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska þingið samþykkti nýverið lög sem kveða á um að þeir sem eru fundnir sekir um barnaníð eða nauðganir skuli vanaðir með lyfjagjöf. Einnig verða fangelsisrefsingar vegna slíkra brota þyngdar og verður hámarksrefsing framvegis 15 ára fangelsi í stað 12 ára. Einnig verður byrjað að halda sérstaka skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn og fylgjast á með þeim eftir að þeir hafa afplánað refsingu sína.

The Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að lögin nái til karlmanna á aldrinum 18 til 65 ára. Lögin voru samþykkt í kjölfar hræðilegs máls sem kom upp í júní. Þá fannst 11 ára stúlka myrt í bæ í suðurhluta landsins. Henni hafði verið nauðgað áður en hún var myrt. 22 ára fjölskylduvinur hefur játað að hafa verið að verki.

Málið kom af stað umræðum á úkraínska þinginu og voru þingmenn sammála um að aðeins sé vitað um lítinn hluta þeirra kynferðisbrota sem framin eru í landinu. Lögreglustjórar eru þessu sammála.

Mirror hefur eftir Vyacheslav Abroskin, ríkislögreglustjóra, að á aðeins einum sólarhring hafi fimm börnum verið nauðgað í fjórum héruðum landsins. Foreldrar barnanna hafi tilkynnt um þetta í öllum tilvikum. Aðeins sé hægt að giska á hversu mörg svona óhæfuverk séu framin og aldrei tilkynnt um til lögreglunnar.

Samkvæmt opinberum tölum var tilkynnt um 320 kynferðisbrot í Úkraínu 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?