fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 06:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ungir menn, 19 og 20 ára, fundust látnir í íbúð í Silkeborg á Jótlandi í Danmörku á laugardagskvöldið. Þeir voru heima hjá vini sínum sem fann þá látna. Lögreglan telur að mennirnir hafa látist af völdum of stórs skammts af sterku verkjalyfi en það hefur notið töluverðra vinsælda meðal ungmenna í bænum að undanförnu.

Niðurstaða krufningar liggur ekki enn fyrir en Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni lögreglunnar að talið sé mennirnir hafi notað verkjalyfið Doltard 30mg en það er mjög sterkt og getur verið banvænt ef of mikið er tekið af því.

Ungu mennirnir höfðu lagst inn í herbergi heima hjá vini sínum til að hvíla sig. Þegar hann fór að gæta að þeim voru þeir líflausir. Þeir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi.

Doltard er lyfseðilsskylt en talsmaður lögreglunnar sagði að svo virðist sem auðvelt sé að verða sér úti um lyfið á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?