fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Skelfilegt ástand í vatnsmálum nokkurra ástralskra bæja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 07:58

Bara vatn og mjólk fyrir börnin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tíu litlir og meðalstórir ástralskir bæir eiga nú í miklum erfiðleikum vegna yfirvofandi vatnsskort. Margra ára þurrkar hafa orðið til þess að vatnsból bæjanna eru við það að tæmast.

Verst er ástandið í Nýju Suður Wales og suðurhluta Queensland. Þar óttast íbúar nú að fljótlega þýði ekki að skrúfa frá krönum, ekkert vatn muni koma úr þeim. Í sumum bæjanna er „Day Zero“ yfirvofandi innan nokkurra vikna. „Day Zero“ er notað um þann dag sem vatnið hleypur til þurrðar. Í öðrum bæjum er reiknað með að vatnið dugi í þrjá til tólf mánuði.

Linda Scott, fylkisstjóri í Nýju Suður Wales,  segir að staðan sé mjög alvarleg. Það geti orðið nauðsynlegt að flytja vatn mörg hundruð kílómetra leið með flutningabílum til bæjanna, það sé eina leiðin til að koma vatni til þeirra.

Víða eru vötn uppþornuð og vatnsból nærri tóm og það sama á við um margar ár. Ekki bætir úr að nær engar líkur eru á rigningu eins langt og veðurfræðingar sjá.

Sumir bæjanna eru litlir með um 4.000 íbúa en aðrir með 30.000 til 40.000 íbúa.

Íbúar í bæjunum hafa þurft að laga sig að ástandainu. Börn hafa lært að spara vatn eins og hægt er þegar þau þvo sér um hendurnar. Ekki er lengur sturtað niður þegar fólk pissar bara. Þegar fólk fer í sturtu er það bara örsnöggt undir vatni, rétt til að skola líkamann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?