fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Brjálæðisleg samsæriskenning – Á bakhlið tunglsins er leynileg stöð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 06:00

Suðurpóll Tunglsins heillar margar þjóðir. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið fyrir hálfri öld. En getur hugsast að mannkynið hafi skilið eftir sig stærri skref en þau sem bandarísku geimfararnir skildu eftir sig? Það segja samsæriskenningasmiðir sem telja sumir að á bakhlið tungslins, hliðinni sem alltaf snýr frá jörðu, sé leynileg stöð sem eitt af risaveldunum hér á jörðinni hafi komið á laggirnar.

Þeir telja að nasistum hafi tekist að komast til tunglsins og setja þar upp bækistöð. Aðrir eru þeirrar skoðunar að Bandaríkin hafi reist stóra stöð á bakhliðinni.

Þeir sem hallast að nasistakenningunni segja að Adolf Hitler hafi tekist að senda menn til tunglsins 1942. Búlgarinn Vladimir Terziski segist meira að segja hafa „sannanir“ fyrir þessu. Hann segir að um leið og nasistarnir voru lentir hafi þeir byrjað að bora og gera göng undir yfirborðinu. Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafi nasistar verið búnir að koma upp rannsóknarstöð á tunglinu.

Mörgum kann að þykja þetta hálfklikkað en rétt er að hafa í huga að nú hafa mörg ríki uppi hugmyndir um að reisa bækistöðvar á tunglinu en það á að vera liður í mönnuðum ferðum enn lengra út í geiminn. Samsæriskenningasmiðirnir eru því kannski bara á undan sinni samtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum