fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Rannsaka dularfullt mál – Engin stúlka hefur fæðst í þrjá mánuði en hins vegar 216 drengir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 06:00

Myndin er frá Nýju Delí á Indlandi og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum mánuðum hefur ekki eitt einasta stúlkubarn fæðst í 132 indverskum bæjum. Á sama tíma hafa 216 drengir fæðst í þeim. Þetta hefur orðið til þess að indversk yfirvöld hafa hafið rannsókn á þessu og er nú fylgst náið með framvindu mála í bæjunum en þeir eru allir í Uttarkashi-héraði.

Times of India skýrir frá þessu.

„Þetta er grunsamlegt og hefur orðið til þess að við beinum sjónum okkar nú að fóstureyðingum á stúlkufóstrum. Þetta gæti verið tilviljun því við höfum engar sannanir um eyðingu á stúlkufóstrum. Við getum ekki tekið neina áhættu í þessu.“

Er haft eftir Ashish Chauhaun héraðsstjóra.

Hann lagði einnig áherslu á að ef upp kemst að einhver hafi eytt stúlkufóstrum verði málum fylgt eftir í dómskerfinu.

Frá því á sjötta áratugnum hefur kynjahallinn á Indlandi aukist mikið en nú er talið að það séu 63 milljónum færri konur í landinu en karlar. Frá 1994 hefur verið bannað að eyða stúlkufóstrum á grunni fósturgreininga en allt bendir til að það sé samt sem áður gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku