fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Eldsvoði í kúabúi – „Ég heyrði bara kýrnar öskra“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sorgardagar á kanadíska kúabúinu Penwood Dairy en gert er ráð fyrir að um 800 kýr hafi drepist í eldsvoða þar í gær.

Tilkynnt var um eldsvoðann um klukkan 5 um morguninn að staðartíma. Býlið er eitt það stærsta í Manitoba í Kanada. Fjórar byggingar sem voru tengdar býlinu brunnu til kaldra kola áður en slökkviliðsmennirnir náðu tökum á eldinum skömmu fyrir hádegi að staðartíma.

Þeim starfsmönnum sem voru á svæðinu þegar eldurinn kom upp varð ekki meint af vegna eldsvoðans, samkvæmt CTV News. Hins vegar náðist einungis að bjarga 200 af þeim 1000 kúum sem voru á býlinu samkvæmt slökkviliðsstjóranum Kelvin Toews en hann ræddi við CBS um málið.

Toews segir að eldsvoðinn sé líklegast sá stærsti af þeim hlöðueldsvoðum sem hann hefur kljáðst við.

„Við höfum barist við minni elda í einni eða tveimur hlöðum en það er mun meira tjón eftir þennan eldsvoða.“

Toews segir brunann hafa mikil áhrif á mjólkurbransann í Manitoba og bendir á að býlið sjái um 2,5 prósent allrar mjólkurframleiðslu á svæðinu.

Christina Braun sem býr á býli skammt frá segist ekki hafa verið viss hvað var í gangi þegar hún heyrði í sírenunum.

„Ég opnaði hurðina mína og ég heyrði bara kýrnar öskra“  

Hún segist hafa séð blikkandi ljós og appelsínugula birtu, líkt og sólin væri að setjast á milli hennar og nágrannans.

„Það hljómaði eins og þetta væri mjög nálægt, ég hélt þetta kæmi frá býlinu mínu. Guði sé lof að það var ekki raunin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu