fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ríkasta fólk heims býr sig undir verðfall á hlutabréfamörkuðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær 18 milljónir dollaramilljónamæringa, sem eru til á heimsvísu, hafa um hríð undirbúið sig undir verðfall á hlutabréfamörkuðum. Í fyrsta sinn í mörg ár á þessi hópur meira í reiðufé og öðru handbæru fé en í hlutabréfum. Minni fjárfestar hafa hins vegar ekki dregið jafn mikið úr hlutabréfaeign sinni.

Í hinni árlegri skýrslu World Wealth frá Capgemini kemur fram að þrátt fyrir að hlutabréfavísitölur hafi hækkað á milli ára þá eigi dollaramilljónamæringar heimsins minna af hlutabréfum en áður. Reiðufé og annað, sem telst sem handbært fé, hafi komið í stað hlutabréfaeignar. Milljónamæringarnir séu orðnir meðvitaðri um áhættuna og möguleikann á hugsanlegu verðfalli hlutabréfa og þar með eignarýrnunar.

Meðal þekktra fjárfesta sem hafa farið þessa leið er hinn 88 ára gamla goðsögn Warren Buffett en fjárfestingafélag hans, Berkshire Hathaway, á nú um 120 milljarða dollara í handbæru fé. Buffet, sem þykir hafa mjög gott auga fyrir tækifærum á hlutabréfamarkaði, hefur látið hafa eftir sér að hlutabréfaverð sé nú svo hátt að erfitt sé að finna áhugaverð kauptækifæri.

Í World Wealth skýrslunni kemur fram að hlutabréf séu nú 26 prósent af heildareignum milljónamæringanna en hafi áður verið 31 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug