fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Auður ríkustu fjölskyldu heims vex um 500 milljónir á hverri klukkustund

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 07:01

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfingjar Sam Walton, sem stofnaði Walmart verslunarkeðjuna, eru ekki á flæðiskeri staddir. Auður þeirra er mikill og á undanförnum árum hefur hann aukist töluvert. Auðurinn eykst um 4 milljónir dollara á hverri klukkustund en það svarar til tæplega 500 milljóna íslenskra króna.

Bloomberg skýrir frá þessu. Tölurnar eru byggðar á samantekt miðilsins um þénustu fjölskyldunnar undanfarið ár en Bloomberg tók nýlega saman lista yfir 25 auðugustu fjölskyldur heims en það er gert árlega.

Í júní á síðasta ári var auður fjölskyldunnar metinn á 152 milljarða dollara en nú, ári síðar, var hann kominn í 191 milljarða dollara.

Þrjár bandarískar fjölskyldur verma toppsæti listans. Í öðru sæti er Mars-fjölskyldan, sem á Mars súkkulaði vörumerkið. Í þriðja sæti er Koch-fjölskyldan sem er í ýmsum iðnaði og lætur mikið til sín taka á stjórnmálasviðinu.

Í umfjöllun Bloomberg kemur fram að hugsanlega sé toppnum náð í þénustu fjölskyldnanna vegna viðskiptastríðs Trump við Kína og óttans við að ekki sé svo langt í alheimskreppu.

„Það getur verið mjög erfitt að varðveita auð til langs tíma. Fjölskyldufyrirtæki geta lent í niðursveiflum, fjárfestingar þeirra geta verið of einhæfar og það geta komið upp vandamál þegar nýjar kynslóðir taka við stjórnartaumunum.“

Hefur Bloomberg eftir Rebecca Gooch hjá Camden Wealth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug