fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Flugfreyjan var svo drukkin að hún vissi ekki hvar hún var

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kjósa eflaust að sleppa því að drekka áfengi á vinnutíma og vilja vera edrú í vinnunni. En það virðist flugfreyja hjá Air Wisconsin í Bandaríkjunum ekki hafa getað. Þegar hún flaug með morgunflugi á milli Chicago og South Bend í Indiana að morgni 2. ágúst síðastliðinn var hún svo drukkin að hún vissi ekki hvar hún var þegar vélin var lent í South Bend. Hún var fjarlægð úr vélinni af lögreglumönnum.

Belleville News-Democrat skýrir frá þessu. Fram kemur að flugfreyjan sé 49 ára. Haft er eftir Aron Scherb, sem var farþegi í vélinni, að áður en vélin tók á loft hafi flugfreyjan rekist á sæti og farþega, misst hluti og verið mjög óskýr þegar hún fór yfir öryggisreglurnar. Hún hafi hætt því eftir 10 sekúndur og hafi verið mjög óskýr í máli í þessar 10 sekúndur.

Lögreglan beið vélarinnar þegar hún lenti og handtók flugfreyjuna. Rannsakað var hvort hún glímdi við heilsufarsvandamál en svo reyndist ekki vera að því er segir í dómsskjölum. Hún var einfaldlega undir áhrifum áfengis. Hún játaði einnig að hafa drukkið vodka rétt áður en hún mætti í vinnu.

Hún hefur nú verið ákærð fyrir ölvun á almannafæri og að stofna lífi farþeganna í hættu. Hún á allt að sex mánaða fangelsi yfir höfði sér og hefur auk þess verið rekin úr starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?