fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Forsætisráðherra Noregs segir Svía flytja út hægriöfgamenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 06:00

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar bera mikla ábyrgð á uppgangi nýnasista á Norðurlöndunum segir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs. Þessu eru Svíar að vonum ekki sammála en þessar frændþjóðir og nágrannar eru nú komnar í hár saman vegna þessa. Upphafið er hryðjuverkaárásin á mosku nærri Osló um helgina.

Solberg ræddi við fréttamenn á mánudaginn um málið en það hefur vakið mikinn óhug meðal Norðmanna. Hún sagði meðal annars að Norðmenn og Svíar eigi að vinna saman gegn uppgangi nýnasista á Norðurlöndunum. En skyndilega tók málið nýja stefnu þegar hún kenndi Svíum um uppgang nýnasista:

„Þegar nýnasistar þramma um norskar götur heyrir maður mikla sænsku talaða því sænskir nýnasistar reyna einnig að koma undir sig fótunum í nágrannalöndunum.“

Anders Ygeman, utanríkisráðherra Svíþjóðar, var ekki sáttur við þetta og hann svaraði Solberg á Twitter:

„Við viljum gjarnan að Noregur og Svíþjóð vinni saman en þú ert í ríkisstjórn með Framfaraflokknum og þú hefur útnefnt Sylvi Listahaug, sem er mjög hægrisinnaður stjórnmálamaður, sem ráðherra tvisvar. Þess vegna ættir þú að líta í spegil áður en þú horfir yfir landamærin.“

Mörgum þykja ummæli Solberg undarleg og ekki síst í ljósi þess að í Noregi var mannskæðasta hryðjuverk sögunnar á Norðurlöndunum framið þegar hægriöfgamaðurinn Anders Breivik myrti 77 manns. Maðurinn sem réðst á gesti í moskunni nærri Osló um helgina er einnig hægriöfgamaður eins og Breivik.

Á hinn bóginn má ekki gleyma að í Svíþjóð eru margir hægriöfgamenn, miklu fleiri en í Noregi, og virðast sænsk yfirvöld ekki hafa nægilega góð tök á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Í gær

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara