fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Mörg bein í hálsi Epstein voru brotin: Lögmaður efast um að hann hafi framið sjálfsvíg

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 13:13

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg bein í hálsi fjárfestisins og barnaníðingsins Jeffrey Epstein voru brotin. Þetta leiða niðurstöður krufningar í ljós en Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum á laugardag.

Washington Post fjallar um málið á vef sínum og vísar í heimildarmenn sína sem sagðir eru þekkja vel til málsins.

Tungubeinið (e. hyoid bone) var meðal annars brotið í hálsi Epstein. Slíkir áverkar geta komið fram við hengingu, en að sögn sérfræðinga sem Washington Post ræðir við eru áverkarnir algengari þegar um kyrkingu er að ræða, til dæmis með handafli. Meiri líkur séu á að beinið brotni hjá fullorðnum einstaklingum en þeim sem yngri eru.

Dánarorsök er ekki kunngjörð í niðurstöðum skýrslunnar þó margt bendi til þess að Epstein hafi svipt sig lífi.

Epstein átti yfir höfði sér áratugafangelsi vegna kynferðisbrota gegn ungum stúlkum. Málið þykir sveipað mikilli dulúð enda átti Epstein valdamikla og moldríka vini sem sumir eru sagðir hafa tekið þátt í brotunum.

Þó að útlitið hafi verið mjög dökkt hjá Epstein er hann sagður hafa verið í ágætu andlegu jafnvægi áður en hann lést. Í frétt New York Post er Epstein sagður hafa „mjög jákvæður“ kvöldið áður en hann lést. Hann hafi verið farinn að aðlagast fangelsisvistinni og tjáð lögfræðingi sínum á föstudag að þeir myndu hittast á sunnudag. Ekki mörgum klukkustundum síðar fannst Epstein látinn.

Ljóst er að fangaverðir í fangelsinu á Manhattan þar sem Epstein var vistaður létu undir höfuð leggjast að kanna með ástand Epsteins. Þeir hefðu átt að líta eftir honum á hálftíma fresti en gerðu það ekki. Hafa yfirvöld meðal annars kennt manneklu og ófaglærðu starfsfólki um.

Jeffrey Epstein var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2008 vegna tveggja vændismála. Washington Post greindi frá því að Epstein hafi gert samkomulag við saksóknara á sínum tíma um að hann myndi játa sök í þeim málum gegn því að fallið yrði frá frekari málsókn vegna kynferðisbrota gegn börnum. Taldi Epstein að handtakan nú væri ólögleg í ljósi þess og gerði sér því vonir um að losna úr fangelsi. Dómstólar áttu þó eftir að taka afstöðu í málinu.

Spencer Kuvin, lögmaður þriggja stúlkna sem sökuðu Epstein um kynferðisbrot, sagði við BBC Radio að hann efaðist um að Epstein hafi svipt sig lífi. Spencer segist hafa átt nokkra fundi með Epstein árin 2008 og 2009 og hafi fjárfestirinn komið honum fyrir sjónir sem sjálfsöruggur og bráðgáfaður einstaklingur. „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi svipt sig lífi. Ástæðan er sú að hann var hégómagjarn og varði allar gjörðir sínar með kjafti og klóm, jafnvel þó sönnunargögn bentu til sektar hans,“ sagði Spencer. „Hans afstaða var sú að alveg sama hversu ungar stúlkurnar voru, þá hafi þær valið að vera með honum. Honum var alveg sama um aldur þeirra. Ég á erfitt með aðt rúa því að þannig svipti sig lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“