fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Nýtt bóluefni gegn klamydíu gefur góða raun – „Virkaði nákvæmlega eins og við vonuðum“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega smitast mjög margir af kynsjúkdómnum klamyídu. Sem betur fer er frekar fljótlegt og ódýrt að meðhöndla slík smit en samt sem áður er sjúkdómurinn töluvert heilsufarsvandamál. Þrír af hverjum fjórum, sem eru smitaðir, sýna ekki einkenni og því getur liðið langur tími áður en upp kemst að fólk sé með hann. Klamydía getur einnig valdið því að fólk getur ekki eignast börn, að fóstur lendi utan legsins og krónískum verkjum í kynfærum hjá konum.

Vísindamenn hjá dönsku sóttvarnarstofnuninni hafa nú stigið stórt skref í átt að gerð bóluefnis gegn klamydíu. Búið er að prófa það á fólki og niðurstöðurnar lofa góðu.

„Það virkaði nákvæmlega eins og við vonuðum. Fyrir það fyrsta er bóluefnið öruggt. Auk þess sáum við ónæmiskerfi kvenna bregðast við því. Nákvæmlega eins og við viljum sjá.“

Hefur Danska ríkisútvarpið eftir Frank Follmann, deildarstjóra hjá sóttvarnarstofnuninni, sem tók þátt í þróun bóluefnisins.

Niðurstöður rannsóknar vísindamannanna hafa verið birtar í vísindaritinu The Lancet Infectious Diseases.

Bóluefnið var prófað á 35 breskum konum. Þetta ekki mikill fjöldi en hópurinn var hafður lítill þar sem um fyrstu prófun á fólki var að ræða. Næsta stig er að prófa bóluefnið á stærri hópi. Follmann sagði að nú skipti miklu máli að sjá hvernig líkamar kvennanna bregðast við bóluefninu til langs tíma.

„Við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar. Þær sýna að bóluefnið forritar ónæmiskerfið til að stöðva klamydíu en við verðum að sýna auðmýkt í tengslum við það því við vitum ekki hversu langvarandi ónæmi það veitir.“

Sagði Follmann.

Af þessum sökum verður efnið nú prófað á fleiri konum í lengri tíma. Follmann er bjartsýnn og sagðist telja að ef allt gengur vel verði bóluefni tilbúið á markaðinn eftir fimm til sjö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks