fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 16. ágúst 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Michael West, 56 ára fangi á dauðadeild í Tennessee í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í nótt. Stephen var sakfelldur fyrir tvö morð árið 1986 en fórnarlömbin voru móðir og dóttir hennar sem var á unglingsaldri.

Stephen er þriðji fanginn síðan í nóvember síðastliðnum sem tekinn er af lífi í rafmagnsstól í Tennessee. Stephen stóð einnig til boða að fá banvæna sprautu en valdi rafmagnsstólinn. Hann var úrskurðaður látinn átta mínútum eftir að aftakan hófst.

Stephen var 23 ára vaktstjóri á McDonald‘s þegar hann myrti Wöndu Romines, 51 árs, og fimmtán ára dóttur hennar, Sheilu, á heimili mæðgnanna. Braust hann inn á heimili þeirra í félagi við annan mann, Ronnie Martin sem var 17 ára á þeim tíma. Auk morðanna var Stephen sakfelldur fyrir að nauðga Sheilu.

Ronnie Martin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir sinn þátt í málinu en hann á möguleika á reynslulausn árið 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“