fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Lifði af fall úr 1.500 metra hæð

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 16. ágúst 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítug kona frá Kanada má teljast stálheppin að vera á lífi eftir að skelfilegt slys um liðna helgi. Konan var í fallhlífarstökki en svo óheppilega vildi til að fallhlífin hennar opnaðist ekki.

Fallið sem um ræðir var um fimmtán hundruð metrar. Eðli málsins samkvæmt slasaðist konan töluvert þegar hún skall til jarðar en þrátt fyrir það eru meiðsli hennar ekki lífshættuleg.

„Ég á erfitt með að skilja hvernig manneskja getur lifað af svona fall,“ segir Denis Demers í samtali við CBC. Hann varð vitni að atvikinu sem átti sér stað í Quebec á laugardagskvöld.

Konan lenti í skóglendi og eru tré talin hafa dregið nokkuð úr hraða hennar áður en hún skall til jarðar. Þrátt fyrir hlaut hún fjölmörg beinbrot, þar á meðal hryggbrot.

Ekki liggur fyrir hvað fór úrskeiðis en hvorki aðalfallhlíf né varafallhlíf konunnar opnuðust. Lögregla er með málið til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni