fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ótrúlegur lottóvinningur – Fær 1,5 milljónir á mánuði næstu 30 árin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dean Weymes, 24 ára, er kvikmyndaáhugamaður frá Peterborough í Englandi. Hann var svo ótrúlega heppinn nýlega að vinna fyrsta vinninginn í Set for Life lottóinu. Hann er fjórði vinningshafinn í þessu nýja lottói sem var hleypt af stokkunum í mars. Vinningshafarnir fá vinning sinn greiddan út mánaðarlega árum saman í stað þess að fá hann allan í einu.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem Dean tók þátt í lottóinu. Hann vann og fær 10.000 pund, sem svarar til tæplega 1,5 milljóna íslenskra króna, á mánuði næstu 30 árin.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að hann hefur sagt upp í vinnu sinni en hann vann í flutningadeild Amazon netrisans.

„Mig hefur alltaf dreymt um að láta draum minn um að verða handritahöfundur rætast og nú hef ég tækifæri til þess.“

Er haft eftir Dean sem menntaði sig einmitt í handritsgerð í háskólanámi sínu.

Hann vonast einnig til að peningarnir geti hjálpað fjölskyldunni við að annast bróður hans, Robert, sem er 23 og einhverfur. Haft er eftir Dean að einhverfa Robert sé nánast á hæsta stigi. Hann geti sáralítið tjáð sig, geti sagt nokkur nöfn og orð, en sé eins og smábarn. Það geri umönnun hans erfiða að hann er 190 sm á hæð og mjög öflugur og geti orðið árásargjarn.

Hann ætlar því að reyna að létta foreldrum sínum lífið en þau annast Robert nú. Dean ætlar að ráða „besta fólkið“ til að annast bróður sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt