fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. ágúst 2019 16:00

Lögreglubíllinn er ónýtur eins og sjá má. Mynd:Hoopa Fire Department and Office of Emergency Services

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var lögreglumaður í Humboldt sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á leið í útkall og ók forgangsakstur. En skyndilega gerðist það ótrúlega að björn datt niður úr hlíð við hlið vegarins og lenti á lögreglubílnum. Lögreglubíllinn valt við þetta og eldur kviknaði í honum.

Lögreglan skýrði frá þessu á Facebooksíðu sinni. Lögreglumaðurinn komst af sjálfsdáðum út úr lögreglubílnum og björninn flúði af vettvangi og virtist ekki mikið meiddur.

En þar með er sögunni ekki lokið því eldurinn í lögreglubílnum breiddist út í nærliggjandi gróður og skógareldur braust út. Hálfur hektari lands brann áður en tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Í Facebookfærslu sinni minnir lögreglan vegfarendur á að vera á varðbergi þegar ferðast er um því birnir, elgir og hjartardýr séu bara nokkur þeirra dýra sem búi einnig á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“