fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 18. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að rúm tíu ár séu síðan matvæla- og lyfjastofnanir víða um heim vöruðu við neyslu á „töfradrykknum“ Miracle Mineral Solution nýtur hann enn nokkurra vinsælda.

Landlæknisembættið hér á landi varaði við drykknum árið 2010 og sagði hann geta valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða.

„Í þessari lausn er 28% natríum klórít (NaClO2 ) sem er ætlað að lækna marga sjúkdóma, allt frá alnæmi til berkla. Engin vísindaleg gögn liggja fyrir sem styðja notkun þessarar lausnar við sjúkdómum. Natríum klórít er eitur sem valdið getur metrauðablæði (methemoglobulinemia), skemmdum á rauðum blóðkornum og nýrnabilun,“ sagði í tilkynningunni.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að enn sé verið að markaðssetja vöruna á netinu í Bandaríkjunum, í óþökk þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Í frétt NBC News er haft eftir sérfræðingi að fólk geti í raun allt eins drukkið klór.  Ned Sharpless, fulltrúi bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitsins, hvetur fólk til að vera á varðbergi og ekki undir neinum kringumstæðum neyta þessarar vöru.

Í frétt NBC má sjá að drykkurinn virðist njóta nokkurra vinsælda í Bandaríkjunum. Þannig hafa sextán þúsund tilkynningar komið til eitrunarmiðstöðva í Bandaríkjunum á síðustu fimm árum sem varða einstaklinga sem hafa veikst eftir að hafa drukkið drykkinn. Á sama tíma hafa átta einstaklingar látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?