fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. ágúst 2019 07:02

Fólk í yfirþyngd lifir sjúkrahúsinnlagnir frekar af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. ágúst síðastliðinn fór Dannette Giltz á sjúkrahús í heimabæ sínum Sturgis í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Hún var með verki og taldi að um nýrnasteinskast væri að ræða.

„Ég fékk verki, ég taldi að um nýrnasteinskast væri að ræða því ég hef fengið svoleiðis áður.“

Sagði hún í samtali við KOTA-TV. En læknar sáu fljótt að nýrnasteinar áttu hér engan hlut að máli. Giltz var barnshafandi og fæðing var hafin en hún var gengin 34 vikur. Læknarnir töldu að hún gengi með tvíbura en svo var nú ekki því hér var um þríbura að ræða.

Þríburarnir. Mynd:Dannette Giltz/Facebook

„Maður heyrir ekki oft um þríbura getna á náttúrulegan hátt, hvað þá að gengið sé með þá í 34 vikur án þess að vita af þunguninni. Ég fór til lækna og hélt að ég þyrfti að fara í aðgerð vegna nýrnasteina en endaði með að fara í keisaraskurð. Þetta er klikkun.“

Börnunum heilsast vel. Þau fæddust með fjögurra mínútna millibili og voru hvert um sig um tvö kíló. Þau hafa fengið nöfnin Blaze, Gypsy og Nikki segir í umfjöllun ITV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?