fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Ferð niður vatnsrennibraut kostaði hana næstum lífið

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki sjálfgefið að vatnsrennibrautir séu öruggar með öllu þó vatnsleikjagarðar kappkosti við að hafa öryggið í fyrirrúmi. Bresk kona má teljast heppin að vera á lífi eftir ferð niður eina slíka í vatnsleikjagarði í Búlgaríu í sumar.

Jade Graves, 29 ára móðir frá Hull á Englandi, slasaðist illa þegar hún renndi sér niður rennibraut í Aqua Paradise-vatnsleikjagarðinum í Nessebar. Garðurinn er vinsæll meðal ferðalanga og er umrædd rennibraut, The Space Jam, sögð ein sú rosalegasta í garðinum. Þar eru gestir nánast í lausu lofti stóran hluta ferðarinnar niður.

Jade vissi að eitthvað var þegar hún kom niður. Hún fann miklum og skyndilegum verk í mjöðminni og sá síðan blóðið fossa niður fæturna. Það var ekki fyrr en hún komst undir læknishendur að í ljós kom að slagæð hafði farið í sundur. Ekki liggur fyrir hvað fór úrskeiðis en læknar töldu mögulegt að það hefði eitthvað að gera með þann mikla þrýsting sem myndast þegar komið er niður og ferðin stöðvast. Ljóst má vera að Jade var í hættu stödd enda missti hún talsvert magn af blóði.

„Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis þar sem ég fylgdi öllum reglum sem settar voru,“ segir hún við breska fjölmiðla. Jade fór í aðgerð þar sem gert var að sárum hennar og þurfti hún að dvelja á spítala í fjóra daga á eftir. Hún var svo frá í fimm vikur eftir að hún kom heim til Bretlands.

Graves hefur ákveðið að stefna forsvarsmönnum vatnsleikjagarðsins og fá bætur vegna málsins. Segist hún vona að það verði að minnsta kosti til þess að slys af þessu tagi endurtaki sig ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni