fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hugsanlega eru allt að 10 milljarðar jarðlíkra pláneta í vetrarbrautinni okkar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 17:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er útilokað að í vetrarbrautinni okkar séu allt að 10 milljarðar hlýrra og blautra pláneta á borð við jörðina okkar. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Penn State háskólann sem notuðu gögn frá Kepler stjörnusjónauka bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA til að leggja mat á fjölda jarðlíkra pláneta í vetrarbrautinni.

Niðurstöður þeirra voru nýlega birtar í The Astronomical Journal. Fram kemur að þeir telja að jarðlíkar plánetur séu hugsanlega á braut um fjórðu hverju sól í vetrarbrautinni. Þetta gerir um 10 milljarða pláneta.

Þetta mat er mikilvægt skref í leitinni að lífi utan jarðarinnar því mestar líkur eru á að finna líf á plánetum sem líkjast jörðinni.

Vísindamenn vonast til að öðlast enn betri skilning á fjölda jarðlíkra pláneta þegar Wide-Field Infrared Survey sjónaukanum verður skotið á braut um jörðu um miðjan næsta áratug en hann mun leita að ummerkjum um súrefni og vatn á fjarlægum plánetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“