fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skjölum frá bresku ríkisstjórninni, sem var lekið til fjölmiðla, eru dregnar upp „líklegir eftirskjálftar“ útgöngu úr ESB án samnings. Fram kemur að nauðsynlegt kunni að vera að taka á nýjan leik upp fullt eftirlit á landamærum Írlands og Norður-Írlands.

The Sunday Times skýrir frá þessu. Fram kemur að í skjölunum reyni ríkisstjórnin að setja upp líklegar afleiðingar útgöngu án samnings. Skjölin voru gerð af the Cabinet Office sem hefur það hlutverk að styðja forsætisráðherrann og ríkisstjórnina í að ná pólitískum markmiðum sínum.

Skjölin, sem eru undir dulnefninu Operation Yellowhammer, veita sjaldséða innsýn í leynilegan undirbúning ríkisstjórninnar vegna Brexit án samnings. Undirbúningurinn miðast að því að koma í veg fyrir algjört og afdrifaríkt hrun innviða landsins segir The Sunday Times.

Fram kemur að líklegt sé að skortur verði á matvælum, lyfjum og eldsneyti í marga mánuði eftir samningslausa útgöngu. Ástæðan er að þess er vænst að miklar truflanir verði á innflutningi til landsins eftir Brexit. Um 85 prósent þeirra flutningabíla, sem flytja vörur yfir og undir Ermasund til Bretlands, eru ekki undir það búnir að þurfa að fara í gegnum tollskoðun í Frakklandi áður en þeir geta haldið för sinni áfram. Tollskoðunin getur haft í för með sér að flutningabílarnir verða að bíða í meira en tvo daga í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar