fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dularfull lungnaveikindi – Telja þau tengjast notkun rafretta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld eru nú að rannsaka um 100 tilfelli dularfullra lungnaveikinda en þau eru talin tengjast notkun rafretta. Veikindin hafa komið upp í 14 ríkjum. Margir þeirra sem hafa veikst eru unglingar og ungt fólk. Margir hafa verið lagðir inn á sjúkrahús, sumir á gjörgæsludeildir og hafa þurft að vera í öndunarvélum.

Heilbrigðisyfirvöld segja óvíst hvort fólkið muni ná sér að fullu. Heilbrigðisstarfsfólki hefur verið fyrirskipað að vera á varðbergi vegna alvarlegra og hugsanlegra hættulegra skaða á lungum. Meðal einkenna eru öndunarörðugleikar og brjóstverkir. Einnig hafa sjúklingar kvartað undan hita, hósta, uppköstum og niðurgangi.

Bandaríska smistjúkdómastofnunin CDC segir að embættismenn frá stofuninni vinni nú með heilbrigðisyfirvöldum í fimm ríkjum við að rannsaka málið. Það eru yfirvöld í Kaliforníu, Illinois, Indiana, Minnesota og Wisconsin.

Embættismenn segja að þrátt fyrir að málin virðist svipuð þá viti þeir ekki hvort veikindin eru tilkomin vegna rafrettnanna sjálfra (það er búnaðarins) eða innihalds efnanna sem eru sett í retturnar. Sjúklingar hafa sagt að þeir hafi reykt ýmis efni, þar á meðal nikótín, maríjúanavörur og heimagerðar blöndur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?