fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Amazon-skógurinn brennur: Telja að bændur á svæðinu hafi kveikt viljandi í

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 15:44

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náttúruverndarsamtök í Brasilíu og víðar telja nær öruggt að skógareldarnir sem nú geysa í Amazon-skóginum hafi kviknað af mannavöldum. Skógareldarnir loga á mörgum stöðum.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu og ríkisstjórn hans, hefur legið undir harðri gagnrýni vegna eldanna enda Bolsonaro verið talsmaður þess að nýta landsvæði til ræktunar í stað þess að vernda skóginn.

Er talið að bændur og fyrirtæki á svæðinu beri jafnvel ábyrgð á mörgum eldanna í þeim tilgangi að nýta svæðið til iðnaðar. Margt bendir til þess að skógareyðing í Amazon hafi aukist eftir að Bolsonaro tók við embætti forseta.

Sjálfur hefur Bolsonaro látið að því liggja að náttúruverndarsamtök hafi sjálf kveikt eldana til að koma höggi á hann.

Í frétt CNN sem fjallar um málið segir að gervihnattamyndir sýni mikla fjölgun skógarelda í Amazon-skóginum á þessu ári. Þeim hafi raunar fjölgað um 80 prósent frá því á síðasta ári.

Alberto Setzer, vísindamaður við geimvísindastofnun Brasilíu, INPE, segir að 99 prósent þessara elda hafi kviknað af mannavöldum, annað hvort viljandi eða óviljandi.

Eldarnir í Amazon-skóginum eru sérstakt áhyggjuefni enda er skógurinn oft kallaður „lungu jarðarinnar“. Það skýrist af því að stór hluti þess súrefnis sem er að finna í andrúmsloftinu á rætur að rekja til Amazon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?