fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Donald Trump: „ESB er verra en Kína – bara minna“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 07:55

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti hörð viðbrögð þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti fyrr í mánuðinum meiri kraft í viðskiptastríðið við Kína, verð á hlutabréfum um heim allan féll einnig hratt. En það eru ekki bara Kínverjar sem Trump beinir sjónum sínum að þegar talið berst að viðskiptum. Á kosningafundi í New Hamphire í síðustu viku gagnrýndi Trump enn einu sinni lönd ESB, beita Bandaríkin óréttlæti, samkvæmt forsetanum.

„ESB er verra en Kína, bara minna. Það fer mjög illa með okkur með hindrunum, tollum og sköttum“, sagði Trump samkvæmt Bloomberg fréttastofunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump beinir spjótum sínum að ESB. Hann hefur margoft bent á gríðarlegan halla á viðskiptum við bæði Kína og ESB, sem bendi til þess að bandarísk fyrirtæki séu beitt órettlæti. Vegna þessa óréttlætis hefur Trump sett tolla á innflutning á stáli og áli frá löndum innan ESB. Hann hefur einnig hótað því að settir verði á tollar á innflutning á bílum frá Evrópu, ef ekki tekst að gera nýjan fríverslunarsamning við ESB.

Nýjar tölur frá Eurostat sýna að á fyrstu sex mánuðum ársins var viðskiptajöfnuður ESB gangvart Bandaríkjunum hagstæður um 75 milljarða evra. Það er töluverð aukning miðað við sama tíma í fyrra. Það eru einmitt tölur á við þessar sem, að mati margra stórra banka, munu fá Trump til að endurvekja viðskiptastríð sitt við ESB. Viðstkiptastríðið á milli Bandaríkjanna og ESB hefur verið á ís á meðan Bandaríkin heyja orrustu við Kína.

Samkvæmt Bloomberg íhugar Trump enn að skella tollum á innflutning á bílum frá Evrópu. Það mun hafa sérstaklega slæm áhrif á þýska bílaframleiðendur og mun ýta þýskum efnahag enn nær kreppu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“