fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Eftirlýstur barnaníðingur faldi sig neðanjarðar í rúmlega þrjú ár

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 17:00

Jeremiah Button Mynd:Portage County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar 2016 hvarf Jeremiah Button, 44 ára, nánast af yfirborði jarðar en þá átti hann að mæta fyrir dóm í Wisconsin í Bandaríkjunum vegna ákæru um barnaníð og vörslu barnakláms. Hann fannst ekki fyrr en rúmum þremur árum síðar. Þá kom í ljós að hann hafði hafst við neðanjarðar nær allan tímann.

Það var veiðimaðurinn Thomas Nelson sem fann Button í neðanjarðarbyrgi sem hann hafði útbúið sér og komið sér fyrir í. Í samtali við WSAW sagði Nelson að niðursuðudósir og pappakassar hafi verið úti um allt. Neðanjarðarbyrgið var langt inni í skógi og því fjarri alfaraleið. Nelson sagði að algjör tilviljun hafi ráðið því að hann fann byrgið, það hafi verið nær útilokað að átta sig á tilvist þess nema vita að eitthvað væri þarna.

Eftir að hafa staðið fyrir utan byrgið í smá stund og safnað kjarki fór hann inni byrgið sem var ólæst.

„Ég opnaði dyrnar og gekk inn. Það voru niðursuðudósir og pappakassar út um allt. Ég hugsaði með mér að ég yrði að fara lengra inn. Þar sá ég hann liggjandi í rúminu.“

Hann gekk hljóðlega út og hringdi í lögregluna þegar hann var kominn út og í örugga fjarlægð. Hann beið síðan eftir lögreglumönnum og vísaði þeim á byrgið. Þar hittu lögreglumennirnir Button sem reyndist vera eftirlýstur fyrir mörg afbrot. Matt Kecker, lögreglumaður, sagði að svo hafi virst sem Button væri nánast feginn að hitta annað fólk og vera handtekinn.

Button hafði sett upp sólarrafhlöður og var með sjónvarp í byrginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða